top of page

Jón Arnar myndlist

Síða á íslensku, Jón Arnar myndlist

Jón Arnar myndlist

Jón Arnar myndlist er síða sem sýnir nokkur af málverkum sem gerð hafa verið undanfarin ár. Sjá nánar í Gallery.

Hægt er að panta myndlist á heimasíðunni, en öll verð eru þar í USD. Hafið samband ef þið viljið nánari upplýsingar um verð í ISK eða hafið aðrar fyrirspurnir. 

Um Jón Arnar myndlist

Jón Arnar er Reykvíkingur fæddur 1960. Listrænir hæfileikar hans komu snemma í ljós en vegna áhuga á tækni og viðskiptum lauk hann námi í rafmagnstæknifræði, iðnrekstrarfræði, löggildingu í verðbréfamiðlun og MBA. Meðfram því hefur hann sinnt krefjandi störfum og því hefur minni tími verið til aflögu til að sinna listrænu hliðinni.


Það var ekki fyrr en árið 1997 þegar hann málaði sína fyrstu olíumynd að hann fann sig í meðferð og framsetningu efnisins og hélt hann sína fyrstu einkasýningu árið 2000. Í framhaldi sýningarinnar lærði hann nánar um meðferð olíulita og efna til málunar í Myndlistaskóla Reykjavíkur árin 2001-2003 m.a. hjá Þorra Hringssyni. Árið 2013 sótti hann Master Class í málun hjá Bjarna Sigurbjörnssyni.


Undanfarin ár hefur Jón Arnar tekið þátt í á annan tug sýninga og er með fleiri í undirbúningi. Hann er mikill náttúru- og tónlistarunnandi og koma þau viðfangsefni fram í myndum hans ásamt því að hann tekur fyrir skemmtileg sjónarhorn frá götum Reykjavíkurborgar og nágrennis í mismunandi stílum.

Í Gallery er hægt að skoða nokkur verk sem unnin hafa verið á árunum 1997 til dagsins í dag. Helstu myndefni eru tónlist og hljóðfæri, landslag, borgarlíf og abstrakt.

Netverslun, málverk til sölu

Á netversluninni er hægt að ganga frá kaupum á málverkum eftir Jón Arnar. En þar sem verslunin er miðuð við USD er velkomið að hafa beint samband og fá nánari upplýsingar um verð í ISK og annað er varðar myndirnar. Hægt er að hafa samband í gegnum netfangið JonArnar@JonArnarPaintings.com eða skrá fyrirspurnina hér. Í boði er frír flutningur hvert á land sem er.


Öll málverk máluð á striga eru afhent strekt á blindramma og eru tilbúin til upphengingar. Einnig hægt að afhenda málverkin í ramma ef óskað er og þá gegn viðbótargreiðslu.


Allar myndir málaðar á pappír eru afhentar í ramma. Þeir rammar eru innifaldir í verði.

bottom of page